Frí sending fyrir pantanir yfir 10.000 kr.
Menu

Vöruúrval

Skráð þann 25. mars 2015

Vefverslun Skautalif.is er með vörur frá þremur helstu framleiðendum í skautaheiminum, sem framleiða æfingarfatnað, kjóla og skautafylgihluti.  Hjá okkur er hægt að versla vörur frá Chloe Noel sem er ný komin með á markaðinn frábærar sokkabuxur, einstakleg mjúkar og fallegar á fæti. Þær er hægt að fá eins og er í tveimur litum ljósum hörundslit  og aðeins dekkri hörundslit. Hægt er að fá þær með og án glimmer, sem er á annarri skálminni og kemur einstaklega fallega út á ísnum. Einnig er hægt að fá sokkabuxurnar með sokk á eða sem fara yfir skautanna.  Við mælum með að liturinn sé valin í samræmi við húðlit skautarans og eða í stíl við kjólin ef hann er með húðlitað efni í sér.  Við bendum á að liturinn á myndum er ekki endilega alveg réttur þar sem hann getur verið aðeins breytilegur á milli tölvuskjáa. 

Hér má sjá nokkur sýnishorn af sokkabuxunum sem hægt er að panta hér:

 

                                                                   

Skráðu þig á póstlistan okkar

Skráðu þig inn til að fá reglulega póst frá okkur með tilboðum og nýjustu fréttum